Hér að neðan er auglýsing vegna kynningar á námi til kennsluréttinda fyrir iðnmeistara, sem fram fer þriðjudaginn 18. apríl frá klukkan 17:15 til 17:45. Kynningin fer fram á fjarfundi, í gegn um Zoom.
Ágæti iðnmeistari
Þriðjudaginn 18. apríl kl. 17:15 til 17:45 verður kynning á námi til kennsluréttinda fyrir iðnmeistara.
Kynningin verður haldin sem fjarfundur á Zoom, https://us02web.zoom.us/j/3307042054
Til þess að geta haldið í við ört vaxandi þörf iðnmenntaðra einstaklinga innan samfélagsins er mikilvægt að til staðar séu kennarar sem geti kennt þær faggreinar.
Elsa Eiríksdóttir, deildarstjóri faggreinakennslu á menntavísindasviði og dósent við Háskóla Íslands mun kynna námið.
Fyrirkomulag námsins verður kynnt og meðal annars farið yfir þann möguleika á að stunda námið meðfram vinnu.
Á fundinum gefst iðnmeisturum kostur á því að afla sér frekari upplýsinga um námið og spyrja spurninga.
Hefur þú áhuga á að kenna þína iðngrein? Komdu á fundinn og kynntu þér málið!