Skilyrði: Að umsækjandi hafi greitt í sjóði félagsins í a.m.k. 12 síðustu mánuði.
Fæðingarstyrkur er kr. 154.000. – vegna hvers barns. Styrkurinn nær einnig til ættleiðinga. Ef barn fæðist andvana eftir átján vikna meðgöngu er greitt 50% af styrknum. Fæðingarstyrkur á við um alla sem njóta réttinda til fæðingarorlofs úr Fæðingarolofssjóði.
Fæðingarstyrkur á við um alla sem njóta réttinda til fæðingarorlofs úr Fæðingarorlofssjóði, þ.m.t. fæðingarorlof vegna ættleiðingar. Mögulegt er að nýta styrkinn upp að 24 mánaða aldri barns/barna.
Athygli er vakin á því að greiða þarf tekjuskatt af fæðingarstyrk og er tekjuskattur dreginn af styrkupphæð áður en styrkurinn er greiddur viðkomandi.
Fylgigögn:
- Greiðsluáætlun frá Fæðingarorlofssjóði.