Kjötiðnaðarmenn: Öll vinna á kjörvinnslustöðvum, sem tilheyrir kjötiðnaðargreininni skal framkvæmd af meisturum, nemum og sveinum í FÍK.Vinnuveitendur hafa ávalt frjálst val um, hvaða félaga FÍK þeir ráða til starfa.

Bakarar: Öll fagvinna í brauðgerðarhúsum skal aðeins unnin af meisturum, nemum og sveinum í BSFÍ. enda séu þeir fáanlegir til starfa. Félagar í BSFÍ skuldbinda sig til að vinna ekki fagleg störf hjá öðrum en samningsaðilum.

Matreiðslumenn: Fullgildir félagar í FM skulu hafa forgangsrétt að allri vinnu við matreiðslu hjá SVG enda skuldbinda meðlimir FM sig til að vinna ekki að mareiðslustörfum hjá öðrum en meðlimum SVG. Þetta á þó ekki við um störf hjá Flugleiðum hf, ISAL hf og Íslenska járnblendifélaginu.

Framreiðslumenn: Veitingamönnum er óheimilt að hafa aðra við framreiðslustörf en þá, sem eru fullgildir félagar í FF. Veitingamenn geta sótt um leyfi til FF til að ráða ófaglært starfsfólk fáist ekki fagmenn til starfa. Fyrsta flokks veitingahús skulu hafa í sinni þjónustu yfirframreiðslumann og skal hann hafa meistararéttindi í iðninni.