Tilgangur félagsins

  1. Að sameina í eitt félag alla launþega í matvæla- og veitingagreinum með það fyrir augum sem höfuðmarkmið að vinna að bættum kjörum og öðru því sem stefnir til hagsbóta fyrir félagsmenn.
  2. Að gangast fyrir stofnun stéttarfélaga í matvæla- og veitingagreinum, þar sem slík félög eru ekki fyrir hendi.
  3. Að hafa forgöngu um samræmdar aðgerðir við samninga um kaup og kjör, og koma fram fyrir þeirra hönd við samningagerð þegar um heildarsamninga er að ræða.
  4. Að koma fram  í samskiptum við önnur heildarsamtök, innlend sem erlend, og opinber yfirvöld, og eiga aðild að samstarfi norrænna heildarsamtaka greinanna.
  5. Að vinna að aukinni starfsmenntun á því sviði er sambandið tekur tilbæði að því er snertir iðnnám, framhaldsnám, svo og aðra starfsþjálfun og fræðslustarfsemi hverskonar.
  6. Að starfrækja lífeyrissjóð fyrir félagsmenn og tilnefna fulltrúa í stjórn hans.
  7. Að stofna orlofsheimilasjóð með iðgjöldum þeim sem vinnuveitendur greiða á hverjum tíma, samkvæmt samningum félagsins. Hlutverk sjóðsins skal vera að koma upp orlofsheimilum á þeim stöðum er henta þykir.
  8. Að tryggja félagsmönnum gagnkvæm réttindi í veikinda og slysatilfellum, m.a. með aðild að sameiginlegum sjúkrasjóði.

Einstök svið innan félagsins

  • Bakara-og kökugerðarsvið
  • Framreiðslusvið
  • Kjötiðnaðarsvið
  • Matreiðslusvið
  • Matartæknasvið

Félagsgjald

Aðildarfélagar MATVÍS greiða félagsgjald sem er 0.9% af öllum launum.