Reglur vegna úthlutunar orlofshúsa

Punktasöfnun

  • Félagsmaður vinnur sér inn einn punkt fyrir hvern mánuð sem að greitt er af honum í sjóði MATVÍS. Þetta þýðir að hann (félagsmaðurinn) fær tólf punkta á ári að hámarki.
    Því er afar mikilvægt að launagreiðandi skili inn skilagreinum mánaðarlega til þess að punktastaða félagsmanns sé sem réttust.

Punktanotkun

  • Fái félagsmaður úthlutaða orlofsíbúð/hús yfir sumarmánuðina dragast punktar frá eftir því hvenær á sumri leigan fer fram.
  • Dæmi: Vegna leigu fyrstu vikurnar í júní og síðasta vikan í ágúst dragast frá tólf punktar. Eftir því sem nær dregur háanna tíma hækkar punktafrádrag og verður að hámarki þrjátíu og sex punktar þ.e. innvinnsla þriggja ára ( 3 x 12 punktar ).
  • Punktakerfið er einnig notað vegna páskaleigu og er punktafrádráttur þá tólf punktar.
  • Ef tveir eða fleiri félagsmenn sækja um sama hús/íbúð sömu vikuna fær sá sem hefur áunnið sér fleiri punkta húsið.

Vetrarleiga

  • Ekki eru teknir punktar vegna vetrarleigu ( utan páska ) og þá gildir reglan að fyrstur kemur fyrstur fær.

Verð

  • Sumarleiga  28.000
  • Helgarleiga (föstudagur til mánudags) 14.000
  • Aukadagar að vetri 4.000

Reikninsnúmer

  • Rknr: 537-26-590
  • Kennitala:  500796-3089