Reglur um endurgreiðslur úr fræðslusjóði matvæla- og veitingasviðs IÐUNNAR fræðsluseturs
Matvæla- og veitingasvið IÐUNNAR fræðsluseturs styrkir félagsmenn sína til náms sbr. eftirfarandi reglur. Félagsmenn matvæla- og veitingasviðs eru þau sem greiða fullt gjald í Fræðslusjóð sviðsins.
1. Fagnámskeið á vegum matvæla- og veitingasviðs IÐUNNAR.
Matvæla- og veitingasvið niðurgreiðir námskeið á vegum sviðsins að lágmarki um 70% fyrir félagsmenn sína.
2. Fagnámskeið á sviði matvæla- og veitingagreina haldin af viðurkenndu fræðsluaðilum, öðrum en matvæla- og veitingasviði
Fræðslusjóður matvæla- og veitingasviðs styrkir félagsmenn sína sbr. eftirfarandi:
- Fagtengd námskeið eru styrkt sem nemur 40% af kostnaði. Önnur námskeið um 25%. Styrkur til félagsmanns er að hámarki kr. 40.000 á ári.
- Félagsmaður þarf að leggja fram staðfest frumrit reiknings vegna námskeiðs eða námskeiða sem sótt er um og hann hefur sannanlega greitt fyrir.
3. Ferðastyrkur vegna fagnámskeiða
Félagsmenn geta sótt um feraðstyrki vegna námskeiða á vegum IÐUNNAR, sbr. eftirfarandi. Sjá hér.
Afgreiðsla umsókna
Með umsókn þarf að fylgja staðfesting á greiðslum í fræðslusjóð matvæla- og veitingagreina. Matvæla- og veitingasvið metur umsóknir og áskilur sér rétt til þess að ákvarða hlutfall endurgreiðslna í hverju tilviki eða hafna umsóknum sem uppfylla ekki skilyrði til styrkja samkvæmt þessum tillögum.
Meðferð ágreiningsmála
Stjórn matvæla- og veitingasviðs fer yfir ágreinings- og álitamál sem kunna að rísa og afgreiðir mál. Deilumálum og stefnumótandi ákvörðunum er vísað til eigenda til lokaákvörðunar.
Samþykkt af stjórn 18. desember 2019.