Ferðaávísun veitir félagsmönnum aðgang að sértilboðum á gistingu um allt land (sjá kort). Samið hefur verið við tugi gististaða um að bjóða okkur allra bestu kjörin.

Félagið niðurgreiðir ferðaávísunina um 20% af valinni upphæð að hámarki kr. 15.000 á almanaksári.

Þú pantar gistingu þegar þér hentar og greinir frá því að þú hyggist greiða fyrir gistinguna með ferðaávísun frá félaginu. Þegar þú mætir á staðinn nægir að gefa upp kennitölu. Ef hótelið eða gistiheimilið sem þú valdir þér er fullbókað, þegar þú hyggst leggja land undir fót, geturðu notað ávísunina upp í gistingu hjá hvaða öðrum samstarfsaðila okkar sem er. Ávísunin er rafræn og rennur ekki út. Þú getur notað hana þegar þú vilt, að undangenginni bókun hjá viðkomandi gististað.

Ef þú rekst einhvern tíma á annað betra tilboð frá sama hóteli eða gistiheimili, geturðu notað ávísunina upp í það tilboð, eða notað hana að hluta til. Þú ert ekki bundinn af því tilboði sem þú valdir þér upphaflega.

Þú getur fengið ávísunina endurgreidda hvenær sem er, en þá aðeins þá upphæð sem þú lagðir sjálfur út. Þá punkta sem þú notaðir við kaupin, færðu einnig til baka.

Félagsmenn sjá sjálfir um að panta gistingu

Ef herbergi er bókað á vefmiðlum, svo sem heimasíðu hótelsins, eða öðrum vefmiðlum, er ekki hægt að greiða fyrir gistinguna með ferðaávísun frá stéttarfélagi, þar sem gestur hefur þá skuldbundið sig til að greiða við komuá hótel þá upphæð sem hann samþykkir við bókun.

Við bókun skal handhafi hótelmiða hafa samband við hótel í síma eða með tölvupósti.

Fram skulu koma þessar upplýsingar:

  • Að greitt sé með ferðaávísun
  • Nafn þess sem gistir á hóteli
  • Kreditkortanúmer til staðfestingar á bókun (sé þess krafist).
  • Komu dagsetning með áætlaðan komu tíma á hótel (ef hægt er að verða við því) og brottfarardagsetning.
  • Fjöldi herbergja og tegund þeirra.
  • Óskir um aðra þjónustu t.d. morgunverð.

Skoða úrval eða kaupa ferðaávísun