Skilyrði: Að umsækjandi hafi greitt í sjóði félagsins í a.m.k. 12 síðustu mánuði.
Til að jafna aðstöðu þeirra sem búa á landsbyggðinni tekur sjúkrasjóður þátt í ferðakostnaði þeirra sem þurfa að fara landshluta á milli til aðgerða eða rannsókna að læknisráði.
Sækja verður um styrk til TR.
Hafni TR greiðslu er greitt fyrir:
- 40 til 100 km. kr. 5.500,
- 100 til 250 km. kr. 11.000,
- 250 til 400 km. kr. 18.700,
- og 400 km. og lengra kr. 30.000.
Að hámarki er greitt fyrir 25 ferðir á ári.