Kjötiðnaðarmenn: Vinnuveitandi leggur til stálhanska, vinnuslopp, húfur og hvítar buxur og greiðir þvott af þeim.
Vinnuveitendur skulu leggja til hlífðarfatnað sem Vinnueftirlit ríkisins krefst vegna kælingar í kjötvinnslum.
Vinnuveitandi leggur til öll verkfæri svo og heyrnahlífar og reykgrímur þar sem reglur Vinnueftirlits ríkisins mæla fyrir um.
Þar sem um hættuleg störf í kjötvinnslum er að ræða skulu starfsmenn fá eitt par af öryggisskóm á ári. Kostnaður skiptist þannig. 60% vinnuveitandi og 40% starfsmaður.
Bakarar: Vinnuveitandi leggur til vinnuföt og skó ( sem uppfylla kröfur um öryggi og hollustuhætti ) og greiðir þvott af þeim, eða greiðir krónutölu pr. viku og miðast upphæðin við almennar launabreytingar.
Matreiðslumenn: Vinnuveitandi leggur til hnífa og brýni og greiðir þvott á vinnufötum. Þá fá matreiðslumenn fatapening pr. á mánuð sem tekur mið af almennum launabreytingum.
Matreiðslumenn skulu fá ókeypis þvott á vinnufötum
Vinnuföt teljast vera: Hvítur jakki, buxur, húfa, svunta, hálsklútur og skór.
Framreiðslumenn: Veitingamaður sem krefst einkennisbúnings við vinnu skal leggja hann til eigi sjaldnar en á 12 mánaða fresti.
Einkennisbúningur telst vera jakki og tvennar buxur, fjórar skyrtur og hálstau.
Þar sem gerð er krafa um að framreiðslumenn noti tiltekinn skófatanð við vinnu sína sem hluta einkennisbúnings, skal greiða honum eftir 12 mánaða starf skópeninga, kr. 18.000 ( miðað við 1.5.2015 ) eða endurgreiða útlagðan kostnað að sömu fjárhæð. Starfsmaður í föstu hlutastarfi á rétt á hlutfallslegri greiðslu.
Launagreiðandi greiði hreinsun á einkennisfatnaði (buxur + jakki eða vesti) tvisvar sinnum fyrir hvern unninn mánuð.
Krefjist veitingamaður ekki einkennisbúnings skal hann greiða framreiðslumanni peningargreiðslu pr. mánuð og tekur greiðslan mið af almennum launahækkunum.
Framangreind fatahlunnindi taka gildi eftir 3ja mánaða starf. Starfi framreiðslumaður lengur en eitt ár, skal hann fá greidda fatapeninga fyrir þrjá fyrstu mánuðina.
Framreiðslumaður skal á fyrstu þrem mánuðum leggja fram föt sé þess óskað.
Allir félagar Matvís: Vinnuveitendur skulu bæta sveinum tjón á fatnaði og munum svo sem úrum og gleraugum vegna vinnuslysa, svo og vegna tjóns af völdum kemískra efna.
Sjá upphæð fatapeninga á hér.