…vegna vinnu á helgidögum.
Starfsmenn í fullu starfi, sem vinna reglubundna vaktavinnu og skila til jafnaðar 40 kls. vinnu á viku allt árið, vinna sér inn 12 vetrarfrídaga miðað við ársstarf, fyrir helgi- og tyllidaga skv. gr. 2.2.3., sem falla á mánudaga til föstudaga.
Sé vinnustaðnum lokað á ofangreindum dögum eða frí veitt dregst samsvarandi dagafjöldi frá vetrarfrídögunum, nema hjá þeim sem á inni áunnið vaktafrí.
Vetrarfrídagar skulu veittir á tímabilinu frá 1. október til 1. maí.
Innvinnsla vetrarfrídaga miðast við október til október.
Þegar félagar ná ekki heilu ári, skal telja rauða daga í miðri viku, og það er sá fjöldi vetrarfrídaga sem menn eiga, óháð því hvort menn unnu þá eða ekki.
Heimilt er með samkomulagi veitingamanns og starfsmanns að greiðsla komi í stað umræddra frídaga, 8 klst. í dagvinnu pr. frídag miðað við fullt starf. Afleysingafólk fái áunna vetrarfídaga gerða upp við starfslok.