- Að sameina í eitt félag alla launþega í matvæla- og veitingagreinum með það fyrir augum sem höfuðmarkmið
að vinna að bættum kjörum og öðru því sem stefnir til hagsbóta fyrir félagsmenn. - Að gangast fyrir stofnun stéttarfélaga í matvæla- og veitingagreinum, þar sem slík félög eru ekki fyrir hendi.
- Að hafa forgöngu um samræmdar aðgerðir við samninga um kaup og kjör, og koma fram fyrir þeirra hönd við
samningagerð þegar um heildarsamninga er að ræða. - Að koma fram í samskiptum við önnur heildarsamtök, innlend sem erlend, og opinber yfirvöld, og eiga aðild
að samstarfi norrænna heildarsamtaka greinanna. - Að vinna að aukinni starfsmenntun á því sviði er sambandið tekur tilbæði að því er snertir iðnnám,
framhaldsnám, svo og aðra starfsþjálfun og fræðslustarfsemi hverskonar. - Að starfrækja lífeyrissjóð fyrir félagsmenn og tilnefna fulltrúa í stjórn hans.
- Að stofna orlofsheimilasjóð með iðgjöldum þeim sem vinnuveitendur greiða á hverjum tíma,
samkvæmt samningum félagsins. Hlutverk sjóðsins skal vera að koma upp orlofsheimilum á þeim stöðum er
henta þykir. - Að tryggja félagsmönnum gagnkvæm réttindi í veikinda og slysatilfellum, m.a. með aðild að sameiginlegum
sjúkrasjóði.
Stjórn MATVÍS | Varamenn í stjórn | ||
Formaður | Óskar Hafnfjörð Gunnarsson | Gígja Magnúsdóttir | |
Varaformaður | Magnús Örn Friðriksson | Stefán Einar Jónsson | |
Meðstjórnendur | Sigurður Borgar Ólafsson | Kári Snær Guðmundsson | |
Sigmundur Sigurjónsson | Davíð Freyr Jóhannsson | ||
Daníel Kjartan Ármannsson | |||
EINSTÖK SVIÐ INNAN MATVÍS
Bakara-og kökugerðarsvið
Framreiðslusvið
Kjötiðnaðarsvið
Matreiðslusvið
Matartæknasvið
Félagsgjald.
Aðildarfélagar MATVÍS greiða félagsgjald sem er 0.9% af öllum launum.