Allir atkvæðisbærir félagsmenn í MATVÍS. hafa rétt á að kjósa í kosningunni. Athugið að það má kjósa eins oft og hver vill, aðeins seinasta atkvæðið mun gilda.

Rafræn kosning vegna formannskjörs hjá MATVÍS

Félagsmaður sem telur sig eiga atkvæðisrétt en er ekki inni á kjörskrá getur haft samband við skrifstofu MATVÍS, netfang: matvis@dev.matvis.is sími: 580-5240. Ef ákveðið er að bæta viðkomandi félagsmanni við kjörskrá þá verður skráningin gild eins fljótt og auðið er, í seinasta lagi að morgni næsta dags.

 

Leiðbeiningar

  • Smelltu á slóðina Rafræn kosning vegna formannskjörs hjá MATVÍS
  • Þá opnast þessi gluggi sem eftir innskráningu opnar leið að atkvæðaseðli.Innskráning island.is
  • Hægt er að auðkenna sig/skrá sig inn til að greiða atkvæði með Íslykli eða rafrænum skilríkjum á farsíma eða snjallkorti.
    • Ef þú vilt auðkenna þig með rafrænum skilríkjum þá slærð þú inn GSM símanúmer þitt inn í svæðið „Símanúmer“. Að því loknu smellir þú á hnappinn „Innskrá“, þá koma boð í síma þinn þar sem þú ert beðin um að slá inn “pin” númer þitt. Ef þú ert á kjörskrá þá birtist kjörseðilinn.
      • Ef rafrænu skilríkin í símanum þínum eru óvirk má snúa sér til næsta bankaútibús til að fá skilríkin virkjuð.
  • Ef þú vilt auðkenna þig með Íslykli þá slærð þú inn kennitölu þína inn í svæðið „Kennitala“ og Íslykilinn þinn inn í svæðið „Íslykill“. Að því loknu smellir þú á „Staðfesta“. Ef þú ert á kjörskrá þá birtist kjörseðilinn.
    • Ef þú ert ekki með virkan Íslykil má sækja nýjan Íslykil með því að smella á „Mig vantar Íslykil“.
    • Þá þarft að slá inn kennitölu og velja að senda lykil í heimabanka.
    • Farðu inn á heimabankann þinn undir rafræn skjöl, þar er nýr Íslykill sennilega þrjú orð með punkti á milli.
    • Afritaðu þennan Íslykil inn í textaskjal því algengustu vandræðin eru innsláttarvilla þegar viðkomandi ætlar að skrá sig inn.
    • Farðu aftur inn á heimasíðu MATVÍS (http://www.dev.matvis.is)
    • Veldu tengilinn fyrir kosninguna (sjá ofar), þegar innskráningarsíðan birtist sláðu inn kennitölu og afritaðu Íslykilinn þinn úr textaskjalinu og ýttu á „Staðfesta“.
    • Nú þarft þú að búa til nýjan Íslykil, hann þarf að vera 10 stafir gott að nota orð eða nafn með punkt á milli og tölustafi í restina (bara uppástunga), settu síðan inn GSM númer og netfang og ýttu svo á „Staðfesta“.
    • Eftir að þú ýttir á „Staðfesta“ ættir þú að sjá atkvæðaseðilinn.
  • Opnast nú „Atkvæðaseðill“. Þar er merkt við einhvern einn frambjóðanda eða „Tek ekki afstöðu“ og atkvæðinu skilað með því að smella á „Kjósa“

 

Atkvæðaseðill 2018