1. gr.

Heiti sjóðsins er Orlofsheimilasjóður Matvæla- og veitingasambands Íslands. Heimili sjóðsins og varnarþing er í Reykjavík.

2. gr.

Sjóðurinn er stofnaður með eignum Orlofssjóðs Bakarasveinafélags Íslands, Orlofssjóðs Félags framreiðslumanna Orlofssjóðs Félags matreiðslumanna og Orlofssjóðs Félags íslenskra kjötiðnaðarmanna eins og þær voru samkvæmt ársreikningum sjóðanna pr. 31. des. 1995. Aðildarfélög Matvæla- og veitingasambands Íslands skulu teljast eigendur stofnfjársjóðsins í réttu hlutfalli við þær greiðslur sem inntar hafa verið af hendi til sjóðsins vegna félagsmanna hvers aðildarfélags um sig fram til ársloka 1995. Á sama hátt skal eignarhluti hvers félags eftir 1. janúar 1996, fara eftir innborguðum iðgjöldum félagsmanna auk stofnframlags. Þrátt fyrir ákvæði þessarar greinar er sjóðurinn sameiginlegur fyrir alla félagsmenn Matvæla- og veitingasambands Íslands sem fullnægja ákvæðum reglugerðar þessarar.

3. gr.

Tilgangur sjóðsins er að koma upp orlofshúsum fyrir félagsmenn aðildarfélaga Matvæla- og veitingasambands Íslands á eigin vegum. Stefnt skal að því að sjóðurinn hafi umráð yfir orlofshúsum sem víðast um landið og að minnsta kosti í hverjum landsfjórðungi einnig er sjóðnum heimilt að bjóða upp á aðra möguleika á orlofsdvöl eftir því sem fjárhagur sjóðsins leyfir.

4. gr.

Árlegar tekjur sjóðsins eru iðgjöld vinnuveitenda samkvæmt kjarasamningum, 0,25% af útborguðu kaupi félagsmanna.

5. gr.

Miðstjórn Matvæla- og veitingasambands Íslands fer með stjórn sjóðsins og ber ábyrgð á honum gagnvart aðildarfélögum sambandsins. Tillögur miðstjórnar um staðsetningu orlofshúsa skulu þó ávallt lagðar fyrir sambandsstjórn til fullnaðarafgreiðslu, nema fyrir liggi samþykkt sambandsþings um staðsetninguna.

6. gr.

Orlofshús þau sem sjóðurinn eignast, skulu vera til afnota fyrir fullgilda félagsmenn í aðildarfélögum Matvæla- og veitingasambandsins. Skal miðstjórn skera úr um ágreiningsmál i úthlutun og gæta jafnréttis milli aðildarfélaga miðað við hlutfallslegan félagafjölda þeirra.

7. gr.

Miðstjórn getur falið aðildarfélagi að annast rekstur orlofshúsa, sem staðsett eru á félagssvæði þeirra hvers um sig, í umboði sjóðsins. Í slíkum tilfellum skal hlutaðeigandi félagsstjón þó ávallt hafa fullt samráð við miðstjórnina um öll meiriháttar verkefni er snerta orlofshúsin og rekstur þeirra og getur félagsstjórn ekki skuldbundið sjóðinn fjárhagslega nema fyrir liggi samþykki miðstjórnar.

8. gr.

Miðstjón eða aðildarfélögin í umboði hennar, annast innheimtu iðgjalda samkvæmt reglugerð þessari. Stofn- eða rekstrarkostnaður orlofshúsa greiðist af árlegum tekjum sjóðsins svo og innheimtukostnaður. Að öðru leyti sér miðstjóm um ávöxtun á handbæru fé sjóðsins á tryggan hátt. Til lántöku vegna sjóðsins þarf samþykki sambandsstjórnar.

9. gr.

Reikningsár sjóðsins er almanaksárið og skulu reikningar sjóðsins lagðir fyrir reglulegt þing Matvæla- og veitingasambandsins til úrskurðar. Skoðunarmenn Matvæla- og veitingasambandsins eru skoðunarmenn sjóðsins.

10. gr.

Reglugerð þessari verður aðeins breytt á reglulegu þingi Matvæla- og veitingasambands Íslands og er breyting því aðeins lögmæt, að hún hafi verið samþykkt með a.m.k. 2/3 greiddra atkvæða á lögmætum þingfundi. Tillögur um breytingar á reglugerð þessari skulu jafnan áður en þær eru teknar til afgreiðslu á þingi, sendar til umsagnar aðildarfélaga sambandsins.

Þannig samþykkt á stofnþingi Matvæla- og veitingasambands Íslands 12. mars, 1996.