Stéttarfélög um allan heim grípa til aðgerða á morgun, 7. október, til þess að krefjast góðra og
öruggra starfa hjá Rio Tinto Alcan, sem er einn stærsti álframleiðandi í heimi.
Álverið í Straumsvík er rekið af Rio Tinto Alcan á Íslandi hf. sem er hluti af Rio Tinto. Efnt verður til
samstöðufundar við aðalhlið verksmiðjunnar og hefst fundurinn klukkan 12:00.
Rio Tinto er í auknum mæli að nýta sér lausráðna starfsmenn til vinnu um allan heim, slík vinna telst
t.d. vera tímabundin, óformleg verktaka vinna sem oftast er lágt launuð, utan kjarasamninga og
Slíkt er ógnun við starfsmenn Rio Tinto, stéttarfélögin og samfélagið í heild sinni.
Á þessu ári hafa orðið banaslys hjá Rio Tinto í sex þjóðlöndum.
Kröfur starfsfólks og séttarfélaga hjá Rio Tinto um allan heim eru þessar:
– Fyrirtækið hætti að skipta út fastráðnum starfsmönnum fyrir lausráðið fólk.
– Fyrirtækið veiti örugg, vellaunuð störf með góðum kjörum
– Fyrirtækið þrýsti á byrgja og undirverktaka til að virða réttindi starfsmanna, að meðtöldum
réttindum er varða heilsu- og öryggismál
– Fyrirtækið virði réttindi starfsmanna og stéttarfélaga til þýðingarmikillar þátttöku í málum
er varða heilsu og öryggi.
Á samstöðufundinum flytur fulltrúi starfsmanna ávarp, þar sem krafist verður
úrbóta hjá fyrirtækinu.