Dagbækurnar komnar

Dagbók fyrir 2022 er komin úr prentun og er hún klár til afhendingar á skrifstofu félagsins að Stórhöfða 31. Að þessu sinni gefa félögin sem standa að 2F, Húsi fagfélaganna, út dagbókina saman.

Hægt er að sækja dagbókina til okkar eða senda okkur póst á matvis@dev.matvis.is. Einnig er hægt að hringja í síma 5 400 100 og óska eftir því að fá dagbókina senda.