Samninganefnd Sambands íslenskra sveitafélaga og MATVÍS hafa sammælst um að endurskoða viðræðuáætlun sem undirrituð var 7. febrúar 2019. Ástæðan er að áætlaður tími í þær umfangsmiklu kerfisbreytingar sem fyrirhugaðar eru, s.s. hugsanleg launaþróunartrygging og breytt fyrirkomulag vinnutíma, hafi verið vanmetinn. Þar sem langt er um liðið að gildistími síðasta kjarasamnings rann sitt skeið, eru aðilar ásáttir um innágreiðslu til þeirra sem fylgja samningnum að upphæð kr. 110.000 og komi til greiðslu þann 1. ágúst n.k. Aðilar munu ræða saman undir friðarskyldu með það að markmiði að ljúka endurnýjun kjarasamnings fyrir 30. september 2019.
Hægt er að nálgast samkomulagið hér