Enn laust orlofshús um páska

MATVÍS vekur athygli á því að enn er hægt að fá orlofshús um páskana. Þegar þetta er skrifað er bústaður félagsins í Grímsnesi laus til umsóknar. Reglan fyrstur kemur, fyrstur fær, gildir um páskavikuna.

Bústaðurinn (sjá mynd) er 78 fermetrar.  Í honum eru þrjú svefnherbergi, eitt hjónaherbergi og tvö kojuherbergi.  Svefnpláss er því fyrir 7 manns í húsinu.