Formaður MATVÍS í viðtali um iðnnám á Rás 2

Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður MATVÍS, var í viðtali á Rás 2 í morgun vegna greinar sem hann skrifaði fyrir hönd iðnfélaganna og birtist í Fréttablaðinu í vikunni. Greinin var opið bréf til Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra þar sem skorað var á hana að hleypa fulltrúum iðnaðarmanna að borðinu þar sem ákvarðanir um framtíð iðnnáms eru teknar.

Tilefnið var reglugerð sem Lilja kynnti á dögunum um grundvallarbreytingu á starfsnámi. Iðnaðarmenn höfðu enga aðkomu um smíði þeirrar regluegerðar og óttast að þær breytingar sem boðaðar hafa verið muni gengisfella námið.

Með Óskari í viðtalinu var Margrét Arnardóttir, formaður Félags íslenskra rafvirkja.

Greinina má lesa hér.

Viðtalið má hlýða á hér.