Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom í heimsókn í Hús Fagfélaganna í síðustu viku. Hún átti þar góðan fund með formönnum félaganna.
Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður MATVÍS, segir að meðal annars hafi verið rætt um löggildingar iðngreina og mikilvægi menntunar iðnaðarmanna, svo sem með því að horfa til fagháskóla.
Fleiri mál báru á góma. „Við bentum ráðherra til dæmis á að ráðuneytið þarf að hafa samráð við og eiga samtöl við allan vinnumarkaðinn en ekki bara fulltrúa Samtaka iðnaðarins, eins og stundum hefur borið á. Við fagfélögin erum hinn vængurinn á vinnumarkaðnum,“ segir Óskar.
Formaðurinn segir að þetta hafi verið gott spjall sem vonandi leiði af sér betri vinnubrögð hjá ráðuneytinu, þar sem iðnaðarmenn fái að koma að borðinu í mikilvægum málefnum.
Á meðfylgjandi mynd eru, auk ráðherra, frá vinstri; Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formaður MATVÍS, Finnbjörn A. Hermannsson formaður Byggiðnar, Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður RSÍ og Jakob Tryggvason formaður Félags tækninfólks.