Frábær árangur Íslands í Herning

Sindri Guðbrandur Sigurðsson hafnaði í 2. sæti í keppninni Matreiðlusmaður Norðurlandanna árið 2022. Það var keppenda Norðmanna sem vann keppnina í ár en mótið for fram í Herning í Danmörku í dag og í gær. Árangur íslensku keppendanna var framúrskarandi og íslensku keppendur voru í efstu sætum í öllum sínum flokkum.

Gabríel Kristinn Bjarnason sigraði í keppninni ungkokkur Norðurlandana en eins og nafnið gefur til kynna er þetta keppni milli efnilegustu matreiðslumann á norðurlöndunum. Matreiðslumeistarinn Sveinn Steinsson og útskriftarneminn Aþena Þöll höfnuðu i öðru sæti i keppninni „Nordic Green Chef“.

Besti heildarárangur Íslands til þessa 

Sveinn og Aþena kepptu sem lið en keppnin hefur verið í undirbúningi hjá Norðurlandasamtökum matreiðslumanna um nokkurt skeið. Gert er ráð fyrir að þessi keppni eða sambærileg eigi eftir verða að alþjóðlegri keppni. „Þetta er betri árangur en ég hefði þorað að vona,” sagði Sveinn þegar úrslitin voru kunngjörð. „En þetta er virkilega sætt“.

Frábær árangur sem byggt verður á

„Við erum algjörlega himinnlifandi með árangur okkar keppenda. Þeir hafa staðið sig frábærlega og unnið þetta af mikilli fagmennsku,“ sagði Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara sem er staddur með liðinu í Herning. „Nú fögnum við í kvöld og svo förum við á fullt í næsta verkefni sem er heimsmeistara keppnin í Lúxemborg í nóvember.“

Brynja Kr Thorlacius tók meðfylgjandi myndir.