Á samningafundi með SA í gær miðaði okkur nær lausn á þeirri kjaradeilu sem verið hefur. Í framhaldinu frestuðum við boðuðum verkfallsaðgerðum til kl. 24:00 þann 22. júní. Það er stefnt að því að ljúka vinnu við sérmál eigi síðar ern 12. júní og stefna að undirrita kjarasamning eigi síðar en 15. Júní.
Það er mikil vina eftir áður en skrifað er undir og vinna að fara af stað við sameiginlegar sérkröfur iðnaðarmannasamfélagsins og samhlið viðræður vegna sérkrafna hvers félags fyrir sig.
Það sem við ætlum að verði klárað í þessari lotu er að skrifa einn heildstæðan kjarasamning fyrir MATVÍS. Fram að þessu hefur hann verið deildarskiptur eftir fagdeildum félagsins.
Níels S Olgeirsson