Uppstillinganefnd leitar að áhugasömum félögum sem áhuga hafa á trúnaðarstörfum fyrir MATVÍS.
Ágætu MATVÍS félagar
Innan félagsins starfar uppstillinganefnd sem hefur það hlutverk að stilla upp mönnum í stjórn og aðrar trúnaðarstöður félagsins.
Hér eru starfsreglur nefndarinnar.
„Stjórn og trúnaðarráð MATVÍS skal kjósa þrjá menn í uppstillingarnefndnefnd til að gera tillögur um stjórn og önnur trúnaðarstörf félagsins. Í störfum sínum skal nefndin tryggja það að allar deildir innan félagsins eigi fulltrúa í stjórn og ráðum og kalla eftir óskum þeirra er gengt hafa trúnaðarstöðum um áframhaldandi störf fyrir félagið. Við endurnýjun í trúnaðarstöður skal nefndin vinna að því að leita eftir aðilum á stærri og fjölmennari vinnustöðum þar sem því verður viðkomið. Nefndin starfar í umboði stjórnar og trúnaðarráðs. Nefndin skal hafa lokið störfum fyrir lok janúarmánaðar og skulu tillögur liggja frammi á skrifstofu félagsins frá byrjun febrúarmánaðar og fram til aðalfundar.“
Nefndin auglýsir eftir aðilum frá stærri og fjölmennari vinnustöðum til þess að gefa kost á sér til stjórnar og trúnaðrastarfa fyrir fyrir félagið. Þeir sem hafa áhuga og eru tilbúnir til félagsstarfa hafa gott aðgengi að námskeiðum sem í boði eru fyrir þá sem gegna trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélög sér að kostnaðarlausu.
Umsóknar frestur er til 10 janúar.
Þeir sem hafa áhuga skulu senda póst á email lenaosk@mmedia.is, fyrir 10 janúar
Fyrir hönd Uppstillingarnefndar
Stefán Einar Jónsson