Á morgun, fimmtudag, stendur stjórn ASÍ-UNG fyrir opnum rafrænum viðburði þar sem rætt verður um barneignir, kostnað sem fylgir, hvernig núverandi kerfi virkar og hvað má betur fara. Viðburðurinn fer fram á Zoom og hefst klukkan 14.
Óhætt er að hvetja alla áhugasama til að fylgjast með fundinum.
Boðið verður upp á þýðingu á ensku.
Dagskrá fundarins
- Gundega Jaunlinina, formaður ASÍ-UNG.
– Fer yfir tölur frá fæðingarorlofssjóð. - Ingólfur V. Gíslason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.
– Árangursrík lagasetning. - Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og í velferðarnefnd Alþingis.
– Af hverju á fjölskyldan að ráða skiptingunni? - Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur Barnaheilla.
– Hugleiðingar frá Barnaheillum um ný lög um fæðingarorlof. - Spurningar og umræður.