Ágæti félagi

Meðfylgjandi kjarasamningur Matvæla- og veitingafélags Íslands ( MATVÍS) við Samtök atvinnulífsins sem var undirritaður 22. júní s.l.

Niðurstaða samningsins er ágæt og þó svo við hefðum viljað fá meiri kjarabætur. Stjórn og trúnaðarráð kom til fundar með samninganefndinni 22. og mat stöðuna þannig að ekki væri ráðlegt að fara í aðgerðir á þessu stigi, Þar voru aðilar sammála um að ekki yrði lengra farið að þessu sinni og samningurinn sendur í dóm félagsmanna.Read MoreEf samningurinn verður felldur í atkvæðagreiðslu kemur til ótímabundins verkfalls 5. september n.k.

Hér fara á eftir helstu atriði kjarasamningsins og biðjum við þig að kynna þér það vandlega um hvað var samið, áður en þú tekur afstöðu.

Almennar launahækkanir á næstu þremur og hálfu ári eru um 16% (Breytilegt vegna launaþróunartryggingar sem er frá 3,2% til 7,2% eftir því hvaða laun viðkomandi hefur) jafnframt því að kauptaxtar hækka á bilinu u.þ.b. 15% í upphafi og allt að 30% á samningstímanum
1. Launabreytingar
a. Almenn hækkun
1. maí 2015 3,2 – 7,2% launaþróunartrygging
1. maí 2016 5,5% launaþróunartrygging
1. maí 2017 3,0%
1. maí 2018 2%
b. Krónutöluhækkun á taxta
1. maí 2015 40.000 kr. hækkun kauptaxta sveina, auk 5.000 kr. Hækkun á 5 ára taxtann. 5 ára sveinn með meistararéttindi heldur sama launahlutfalli og var og það sem var í sviga ( eftir meistaraskóla) fellur út.
1. maí 2015 25.000 kr. hækkun nema.
1. maí 2016 5,5% hækkun kauptaxta sveina.
1. maí 2016 15.000 kr. hækkun kauptaxta nema.
1. maí 2017 4,5% hækkun allra kauptaxta.
1. maí 2018 3,0% hækkun allra kauptaxta.
c. Yfirmenn.
Nú er komið inn ákvæði lágmark þeirra greiðslu sem skal greiða yfirmönnum og það skal ekki vera lægra en fyrir flokkstjórn / vaktstjórn. Sem er 15%
d. Bakarar / framreiðslumenn
a. Bakarí skaffi bökurum skó
b. Veitingamenn greiði framreiðslumönnum kr. 18.000 á ári til skókaupa.

2. Annað

Forsenduákvæði: í 6. grein samningsins er fjallað um forsendur samningsins og vísað til yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar frá 29. maí s.l. Iðnaðarmenn eiga fulltrúa í sameiginlegri nefnd samningsaðila innan ASÍ og SA sem fjalla um hvort samningsforsendur hafi gengið eftir á samningstímanum. Ef forsendur bresta getur hvor aðili um sig rift samningnum í samræmi við ákvæðið.

Auk þessa eru mörg sameiginleg málefni sem náðust í gegn sem iðnaðarmenn settu á oddinn í viðræðunum og bókanir þar sem yfirlýsing samningsaðila liggur fyrir um frekari vinnu á sviði kjarasamninganna sem ekki vannst tími til að ljúka að sinni. Þau atriði og bókanir má lesa í samningnum sem er meðfylgjandi.

Við vonumst til að þegar þú hefur kynnt þér efni samningsins, þá sértu sammála okkur um kosti hans. Mest er um vert að þú takir þátt í atkvæðagreiðslunni og sýnir afstöðu þína til samningsins.

Við viljum hvetja þig til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og samþykkja samninginn.

F.h. stjórnar og trúnaðarráðs MATVÍS
Níels Sigurður Olgeirsson, formaður