Óhætt er að vekja athygli á nýjasta hlaðvarpsþætti matvæla- og veitingasviðs IÐUNNAR. Hlaðvarpið ber nafnið Augnablik í iðnaði en markmiðið með hlaðvarpinu er að efla umræðu og vitund um íslenskan iðnað og allt sem viðkemur honum.
Í umræddum þætti ræðir Ragnar Wessman við Fanneyju Dóru Sigurjónsdóttur, matreiðslumann og eiganda Hnoss í Perlunni, um stöðu og framtíð íslenska eldhússins. Hún segir meðal annars að stolt íslenskra matreiðslumanna á innlendri matvælaframleiðslu endurspeglist nú í meira mæli á matseðlum veitingahúsa. Hún segir tímabært að hætta að sveifla súrmat og brennivíni framan í túrista eins og það sé í matinn hjá okkur hvern dag. Við eigum frábært fagfólk, góðar vörur og fallegt land segir hún og bætir við að stór hluti af matarupplifun sé að borða mat frá því svæði sem við ferðumst til.
Hlaðvarpið má hlusta á hér fyrir neðan.