„Það er ekkert eitt A4-blað á netinu sem segir þér hvernig þú verður bakari,“ segir Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir í nýju myndbandi sem birt hefur verið á vefnum namogstorf.is.
Myndbandið var unnið í tengslum við verkefnið Verkin tala. Markmiðið er að fræða ungt fólk um fjölbreytileika atvinnulífsins og fjölga þeim sem taka upplýstar ákvarðanir um að hefja iðn- og starfsnám.
Í myndbandinu lýsir Þórey Lovísa upplifun sinni af náminu og bakaraiðninni. Hún segir að skemmtilegasta hluti námsins hafi verið að fá að keppa. „Þá ertu virkilega að gera þitt; koma með þínar vörur, koma með þínar hugmyndir og þú ert að sýna öllum hvað í þér býr.“
IÐAN birtir myndbandið á Facebook. Þar segir að samstarfsaðilar IÐUNNAR í verkefninu séu Samtök iðnðarins, Rafmennt og Verkiðn.