Í morgun var fundur hjá Ríkissáttasemjara þar sem samflot iðnaðarmanna fundaði með Samtökum atvinnulífsins. Var þetta 8 fundur undir stjórn Ríkissáttasemjara en þar áður hafði samflot iðnaðarmanna átt yfir 30 fundi með viðsemjendum frá því að kröfugerð var lögð fram í lok nóvember.
Það er ljóst að viðræðuslitin eru mikil vonbrigði en nauðsynleg til þess að geta ýtt undir að geta komist á þann stað að geta náð kjarasamningi til undirritunar. Viðræðunefnd iðnaðarmanna mun undirbúa næstu skref á komandi dögum.