Innflutningur frá Bretlandi vegna Brexit

Samningur ESB og Bretlands hefur ekki áhrif á heilbrigðisskilyrði vegna innflutnings dýraafurða frá Bretlandi til Íslands. Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar en Bretar eru formlega gengnir úr Evrópusambandinu.

Fram kemur að Bretlandi hafi stöðu þriðja ríkis gagnvart ESB og skulu dýraafurðir og önnur eftirlitsskyld matvæli frá Bretlandi standast kröfur matvælalöggjafar ESB. Staða þriðja ríkis felur meðal annars í sér að dýraafurðir (búfjár- og sjávarafurðir) verða ekki lengur í frjálsu flæði milli Bretlands og EES, og þar sem Íslands. Á vefnum er að finna upplýsingar um innflutning eftirlitsskyldra afurða frá þriðja ríki.

Samningur ESB og Bretlands hefur ekki áhrif á heilbrigðisskilyrði vegna útflutnings dýraafurða frá Íslandi til Bretlands, að því er fram kemur á vef stofnunarinnar.