Dagana 16. – 18. mars 2023 mun Verkiðn halda Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynningu í Laugardalshöllinni í samvinnu við mennta- og barnamálaráðuneytið, sveitarfélög og fagfélög iðn- og starfsgreina. Á síðasta móti sem var haldið 2019 var keppt í 27 greinum auk tveggja sýningargreina.
Á Íslandsmótinu takast keppendur á við krefjandi og raunveruleg verkefni sem reyna á skipulagshæfileika og fagmennsku. Tilgangurinn er að vekja áhuga grunnskólanema og annarra á iðn- og verknámi þar sem ungt fólk sýnir handbragð og tækni sinnar greinar. Áhorfendur fá einnig tækifæri til að snerta á og prófa hluti undir handleiðslu fagfólks.
Nánari upplýsingar um mótið er að finna hér.
Keppnisreglur í kjötiðn má sjá hér.
Keppnisreglur í framreiðslu má sjá hér.
Keppnisreglur í bakaraiðn eru hér.