Nýtt hlaðvarp um íslenska veitinga- og matsölustaði er komið í loftið. Hlaðvarpið heitir Sósa fylgir með en stjórnendur þess eru Brynjar Birgisson og Svanhvít Valtýsdóttir.
Frá þessu er greint á vef Veitingageirans.
Í hverjum þætti er tekinn fyrir einn veitingastaður. Nýr þáttur fer í loftið annan hvern föstudag en þegar þetta er skrifað eru sex þættir komnir í loftið.
Hægt er að hlusta á þættina hér.