Matvæla- og veitingafélag Íslands stendur fyrir jólaballi í Gullhömrum, Þjóðhildarstíg 2 í Reykjavík, þann 11. desember næstkomandi. Athugið að miðasala hefst 28. nóvember og stendur yfir til 6. desember. Miðar verða aðeins seldir á mínum síðum, hér á vefnum.
Miðafjöldi er takmarkaður og því mikilvægt að tryggja sér miða í tíma. Miðaverð fyrir fullorðinn er 1.500 krónur. Miðaverð fyrir börn er 700 krónur.