Kaffi fyrir félagsmenn að lokinni kröfugöngu

1. maí er stór dagur í Húsi Fagfélaganna. Hann minnir okkur á allt sem hefur áunnist í krafti samstöðunnar til að bæta lífsgæði vinnandi fólks í landinu.

Við bjóðum félagsmönnum aðildarfélaga hjá Húsi Fagfélaganna í 1. maí-kaffi að kröfugöngu lokinni en kaffið hefst klukkan 14:00 að Stórhöfða 29-31.