Hvert er vandamála ÍSAL?

Vandamál ÍSAL / RTA er ekki að þeir fái ekki að taka verktaka inn á svæðið. Þar

starfa margi verktakar nú þegar samkvæmt samkomulagi sem tiltekið er í

fylgiskjali 1. Málið snýst um þá kröfu ÍSAL/RTA að auka hlut verktaka á svæðinu

á kostnað fastráðinna starfsmanna.

Það kom fram hjá Rósu Guðbjartsdóttur

formanni bæjarráðs Hafnarfjarðar að það séu sennilega hátt í 100 fyrirtæki í

Hafnafirði sem eigi allt sitt undir því að eiga viðskipti við álverið. Það eru þá

bæði fyrirtækis sem eru verktakar á svæðinu og fyrirtæki sem vinna verk fyrir

ÍSAL sem hafa sennilega í einhverjum tilfella verið úthýst þaðan.

ÍSAL óskaði eftir við Hafnafjarðarbæ að fá að stækka verksmiðjuna 2006 til þess

að ná meiri hagkvæmni í rekstri. Samþykkt var í bæjarstjórn að það yrði sett í

atkvæðagreiðslu meðal íbúa Hafnafjarðar. Áður en atkvæðagreiðslan fór í gang

mun forstjórinn hafa sagt upp 3 starfsmönnum sem höfðu um 30 ára

starfsreynslu hver. Þessir menn sem voru reknir eru Hafnfirðingar og eiga

stórar fjölskyldur og vinahópa. Íbúar Hafnafjarðar höfnuðu því að ÍSAL fengi að

stækka. Þar munaði nokkrum atkvæðum.

Þá var farið að vinna í að gera breytingar á kerskálunum til þess að auka

framleiðsluna. Stefnt var að því að fara í 20% framleiðsluaukningu en það tókst

ekki betur til en svo að framleiðsluaukningin varð bara 8%.

Það var keyptur rándýr þurrhreysibúnaður frá Kína sem reyndist vera mjög

lélegur og þurfti að endurvinna að mestu hér heima til að hann yrði nothæfur.

Nýr raforkusamningur var gerður 2010 og svo endurnýjaður 2014 þar sem sú

orkuþörf sem samið var um 2010 var ekki fyrir hendi. ÍSAL þurfti að greiða

Landsvirkjun 17 milljónir Bandaríkjadollara, vegna kostaðar sem það hafði í för

með sér fyrir Landsvirkjun að reisa Búðarhálsvirkjun fyrr en þörf krafðist (

samkvæmt því sem kemur fram í fréttablaðinu 25.11.2015) .

Raforkusamningurinn er til ársins 2036 og lokun vegna vinnudeilu losar RTA/

ÍSAL væntanlega ekki undan þeirri skuldbindingu.

Þetta er bara þau vandamál sem koma upp í hugann við fyrstu skoðun á hvað sé

að og af hverju fyrirtækið er í þeirri stöðu sem það er í. Þessi vandamál sem ÍSAL

hefur verið að eiga við hafa ekkert með starfsmenn að gera, þetta eru vandamál

sem eru tilkomin vegna stjórnunnar.

Það að bera það á borð að fylgiskjal 1 í kjarasamningi sé vandamálið og að bjóða

út störf 32 starfsmanna eins og fyrirtækið fer fram á sé til þess að leysa eða liðka

fyrir erfiðri stöðu ÍSAL dæmir sig sjálft.

Fylgiskjal 1 er yfirlýsing um verktaka sem kveður á um hvað megi fara í

verktöku. Þegar ÍSAL lætur verktaka leysa af hendi verkefni á

verksmiðjusvæðinu er gengið út frá því að starfsmenn verktaka, sem vinna störf

hliðstæð störfum starfsmanna ISAL og við hliðstæðar aðstæður, hafi sambærileg

kjör að því er laun og öryggisbúnað varðar við starfsmenn ISAL, og hafi tilskilin

starfsréttindi.

Ólafur Teitur upplýsingafulltrúi ÍSAL segir í mbl. 24. 11. að meðaltal reglulegra

launa alls verkafólks í álverinu samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar, bæði

þeirra sem vinna dagvinnu og vaktavinnu, sé 48% hærra en verkafólks í

dagvinnu og vaktavinnu á almenna markaðnum. Hagstofan er að mæla

markaðslaun á almennum vinnumarkaði en ÍSAL er að fara fram á að þau störf

sem verði boðin út verði tryggð lágmarkslaun viðkomandi stéttarfélags. Þarna er

verið að fara fram á að verktakar geti greitt lágmarkslaun viðkomandi

stéttarfélags í stað sambærilegra launa starfamanna ÍSAL. Það er ekki einu sinni

verð að tryggja starfsmönnum verktaka markaðslaun.

Það að SA skuli láta hafi sig í þessa vegferð með ÍSAL/RTA er mér óskiljanlegt í

ljósi þess að það er nýbúið að undirrita Rammasamkomulag milli aðila

vinnumarkaðar (SALEK).

Níels S Olgeirsson