Þann 17. apríl vísaði SA kjaradeilu MATVÍS við samtökin vegna SI og SAF til

ríkissáttasemjara ásamt deilum annar iðnaðarmanna.

Þá eru deilur allra ASÍ félaganna komnar til ríkissáttasemjara. Nú gefst

ríkissáttasemjara tækifæri til þess að smala öllum í sömu rétt sem forusta ASÍ og

SA hafa viljað gera.

Krafa okkar um að færa dagvinnulaun að markaðslaunum kostar almennileg

fyrirtæki sáralítið sem ekkert en hinsvegar kostar það eitthvað fyrir þá sem eru

ekki að skipta kökunni réttlátlega í dag.

Það er ekki mikil bjartsýni um að semjist án átaka en samningamenn MATVÍS og

annar iðnaðarmanna eru tilbúnir að gera það sem er í þeirra valdi stendur til að

klára málið sem fyrst en eins og allir vita þarf tvo til að semja.

Fyrsti fundur ríkissáttasemjara með aðilum var í gær. Þar er vilji til að vinna

hratt í málum og boða verður til funda um ákveðin málefni á næstu dögum.

Á fundi stjórnar og trúnaðarráðs var samþykkt að farið verði í atkvæðagreiðslu

um boðun vinnustöðvunar beri sáttaumleitanir ríkissáttasemjara ekki árangur

fljótlega.

Níels S Olgeirsson