Nú styttist í gerð kjarasamninga og þá þurfum við sem erum í forsvari að fá að heyra frá ykkur hvað við eigum að leggja áherslu á. Til þess að fara yfir stöðuna er boða til almennra félagsfunda á Stórhöfða 31 þriðjudaginn 14. október kl. 16:30 og Akureyri miðvikudaginn 23. október á Hótel KEA kl. 16:00. Einnig eru ábendingar í tölvupósti vel þegnar.

Undanfarin ár höfum við verið með þríhliða samninga það er að segja við höfum verið með yfirlýsingar frá ríkisstjórninni um ýmsa þætti sem skipta okkur máli og verið að reyna að tryggja að þær hækkanir sem við semjum um séu ekki frá okkur teknar áður en við fáum þær í launaumslagið. Fjárlagafrumvarpið kom fram 1. október og það hafa ekki verið miklar samræður milli oddvita stjórnarflokkana og vinnumarkaðarins
Verðbólgan er okkar versti fjandi sem við verðum að taka höndum saman um að stemma stigum við. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir 3% hækkun á gjöldum hins opinbera vegna verðbólgu. Hækkun á áfengi, tóbaki og bensíni fer beint í verðbólguna. Fyrirtækin setja rúmlega kauphækkanir í verðhækkanir og þar með hækkar verðbólgan og lánin okkar í kjölfari. Það verður að stöðva þessa hringavitleysu með einhverju hætti. Það verður hinsvegar ekki gert bara á kostnað launamanna.