Fimm matreiðslumenn munu á morgun, laugardaginn 1. apríl, keppa um nafnbótina Kokkur ársins. Keppnin fer fram í IKEA en að henni stendur Klúbbur matreiðslumeistara. Veitingageirinn greinir frá þessu.
Níu keppendur tóku þátt í forkeppni sem haldin var í gær, 30. mars en aðeins fimm komust áfram í lokakeppnina sem fram fer á morgun, 1.apríl. Keppendurnir sem eftir standa eru:
- Gabríel Kristinn Bjarnason – Dill restaurant
- Hinrik Örn Lárusson – Lux veitingar
- Hugi Rafn Stefánsson – Lux veitingar
- Iðunn Sigurðardóttir – Brand Hafnartorg Gallerí
- Sindri Guðbrandur Sigurðsson – Flóra veitingar
Til mikils er að vinna, en Kokkur ársins 2023 hlýtur þátttökurétt fyrir Íslands hönd í Nordic Chef of the Year 2024. Rúnar Pierre Henriveaux sem sigraði keppnina í fyrra. Sigurvegarinn hlýtur einnig 300 þúsund krónur í verðlaunafé.
Keppnin fer fram milli klukkan 11 og 17.
Á myndinni eru: F.v. Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara og keppendur sem keppa um titilinn Kokkur ársins 2023: Gabríel Kristinn Bjarnason, Sindri Guðbrandur Sigurðsson, Iðunn Sigurðardóttir, Hugi Rafn Stefánsson og Hinrik Örn Lárusson.