Könnun sem Gallup sendi félagsmönnum nýlega fyrir hönd MATVÍS stendur enn yfir. Í henni er spurt um ýmis kjaratengd málefni sem nýtast munu félaginu fyrir gerð næstu kjarasamninga.
Þar eru einnig að finna spurningar um kynferðislega áreitni og einelti á vinnustöðum. Brýnt er fyrir félagið að átta sig á umfangi þessa vandamáls meðal félagsmanna. Tekið skal fram að ítrasta trúnaðar er gætt í meðförum Gallup á þessum upplýsingum.
MATVÍS hvetur þá félagsmenn sem ekki hafa þegar tekið könnunina að gera það hið fyrsta. Könnunina má finna í tölvupósti félagsmanna (send frá Gallup 14. október) eða á mínum síðum. Athugið að gott er að hafa launaseðil við höndina þegar henni er svarað.
Við minnum á að tíu heppnir þátttakendur munu vinna helgarleigur í orlofshúsum félagsins, að launum fyrir þátttökuna.