Kynna áhrif COVID-19 á launafólk eftir atvinnugreinum

Ný greining sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar um áhrif COVID-faraldursins á launafólk eftir atvinnugreinum verður kynnt á veffundi þriðjudaginn 15. desember kl. 11. Þar verður dregin upp mynd af áhrifum heimsfaraldursins á atvinnugreinar og launafólk í landinu, samanborið við áhrifin af hruninu 2008.

Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM, mun kynna greininguna fyrir hönd sérfræðingahópsins en leitast verður við að varpa ljósi á hvernig heimsfaraldurinn kemur niður á mismunandi hópum samfélagsins.

Að kynningu lokinni munu Drífa Snædal, forseti ASÍ, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, ræða efni greiningarinnar, nauðsynlegar aðgerðir og næstu skref.

Sérfræðingahóp verkalýðshreyfingarinnar skipa:

Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, formaður
Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum
Guðrún Johnsen, efnahagsráðgjafi VR

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB

Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði

Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM

Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði

Ásgeir Sverrisson, sérfræðingur hjá ASÍ, starfar með hópnum