Nú stendur yfir kjarakönnun meðal félagsmanna MATVÍS. Mikilvægt er að þeir sem valdir hafa verið til að taka þátt í könnunni nýti tækifærði og taki þátt. Því fleiri sem taka þátt, því marktækari verður könnunin. Athugið að könnunin er á engan hátt rekjanleg til einstaka félagsmanns og ástæða hennar er einungis til að félagið geti betur áttað sig á launum félagsmanna, eftir sviðum, vinnutíma, yfirvinnu o.s.frv.