Miðvikudaginn 14. apríl klukkan 09:00 verður opnað fyrir umsóknir um þær vikur í orlofshúsum félagsins sem ekki gengu út í almennri sumarúthlutun.
Sú regla mun þá gilda að fyrstur kemur, fyrstur fær. Það skiptir því máli að vera snöggur til. Punktastaða mun fyrir vikið ekki ráða því hver fær húsið.
Rétt er að benda á að sami punktafjöldi dregst af þeim félagsmönnum sem fá hús í þessari umferð og þeim sem fengu hús í sumarúthlutun á dögunum.