Lögfræðiráðgjöf í boði

Félagsmönnum MATVÍS býðst að sækja lögfræðilega ráðgjöf hjá MAGNA. Félagsmenn geta pantað viðtal hjá MAGNA og fengið stutta ráðgjöf án endurgjalds. Ráðgjöfin miðast við símtal/fund/tölvupóst og lauslega skoðun á máli.

Hægt er að panta tíma með því að senda tölvupóst á netfangið: logfraediradgjof@2f.is.

Ef málefni félagsmanna útheimta frekari vinnu mun MAGNA bjóða þeim 20% afslátt af tímagjaldi stofunnar samkvæmt gjaldskrá.