Stefnt er að því að opna nýja og glæsilega mathöll í Borgartúni þann 18. mars næstkomandi. Frá þessu er greint á vef Veitingageirans.
Í Mathöllinni verða veitingastaðirnir Hipstur, La Masa, Wok On, Umami Sushi, Svala-Barista, Yuzu, Natalía og Bál – Grill og vínbar.
Undirbúningur er langt kominn, að því er sjá má á myndum sem Ólafur Sveinn Guðmundsson matreiðslumeistari birtir á vefnum.
Athugið að meðfylgjandi mynd er úr myndasafni.