Móttökunni lokað tímabundið

Vegna hertra sóttvarnaraðgerða verður móttaka fagfélaganna á Stórhöfða 31 lokuð um óákveðinn tíma. Kappkostað verður að veita eins góða þjónustu og unnt er í gegnum síma og tölvupóst.

Við hvetjum félagsmenn til að notfæra sér rafrænar samskiptaleiðir. Einnig skal minnt á að á mínum síðum má sinna fjölmörgum erindum, svo sem að sækja um styrki og fylgjast með greiðslum félagsgjalda. 

Sími skrifstofu er 5400100, netföng starfsmanna má finna hér.