Trúnaðarmannanámskeið Fagfélaganna fer fram daganna 9. og 10. febrúar 2023. Um er að ræða annan hluta námskeiðsins. Námskeiðið fer í Húsi fagfélaganna, á Stórhöfða 29-31.
Nemendur þurfa að skrá sig inn á innri vef Félagsmálaskólans. Stofna þarf aðgang með íslykli, rafrænum skilríkjum eða lykilorði.
Á námskeiðinu er lögð er megináhersla á mikilvægi góðra samskipta á vinnustað, hvernig megi stuðla að góðum samskiptum. Skoðuð er mismunandi framkoma, áhrif hennar á okkur og aðra. Nemendur kynnast afleiðingum langvarandi slæmra samskipta, eineltis á vinnustað, hvernig bregðast eigi við og ábyrgð gerenda og atvinnurekenda. Nemendur kynnast starfsemi stéttarfélagsins, réttindum félagsmanna Nemendur læra á innihald og uppbyggingu kjarasamninga og helstu túlkun á þeim. Nemendur kynnast sjóðum félagsins og réttindum félagsmanna í þeim.
Nemendur munu geta fylgst með námsframvindu sinni inni á innri vef skólans. Þar munu þeir einnig fylla út námsmat og sækja viðurkenningarskjölin að námskeiði loknu. Munið að nauðsynlegt er fyrir nemendur að hafa meðferðis fartölvu, ipad eða símann sinn á námskeiðunum, þar sem námsefni verður meira eða minna rafrænt.
Fagfélögin greiða fyrir þátttöku sinna félagsmanna og boðið er uppá ókeypis mat og kaffi á meðan námskeiðin fara fram. Félagsmenn eiga að halda launum frá sínum launagreiðanda á meðan námskeið varir.
Félagsmálaskóli alþýðu er starfræktur af ASÍ og BSRB. Hlutverk hans er að auka þekkingu talsmanna stéttarfélaga og efla þá í starfi til þess að þeir séu betur í stakk búnir að vinna að bættum lífskjörum launafólks. Félagsmálaskólinn býður reglulega upp á námskeið fyrir starfsfólk stéttarfélaga, trúnaðarmenn og stjórnarmenn þar sem lögð er áhersla á hefðbundna félagslega fræðslu. Jafnframt er boðið upp á námskeið sem taka á málefnum sem eru í brennidepli hverju sinni.