Á laugardaginn (28. ágúst) stendur IÐAN fræðslusetur fyrir námskeiði í sveppum og sveppatínslu. Markmið námskeiðsins er að auka fræðslu um sveppi sem vaxa hér á landi og henta í matargerði, geymsluaðferðir og nýtingarmöguleika.
Námskeiðið skiptist í tvennt. Í fyrri hluta er fyrirlestur og sýnikennsla í greiningu og frágangi sveppa en í seinni hlutanum er farið út í skóglendi í verklega kennslu.
Námskeiðið er 7 tímar að lengd en kennari er Bjarni Diðrik Sigurðsson. Námskeiðið fer fram í Landbúnaðarháskólanum í Keldnaholti og kostar aðeins 12.000 krónur fyrir meðlimi IÐUNNAR.