IÐAN fræðslusetur stendur þann 18. maí fyrir námskeiði á matvæla- og veitingasviði. Á námskeiðinu, sem er kennt í fjarnámi, er vínsmökkun kennd.
Markmið námskeiðsins er að kynna grunnþætti víngerðar og að greina upplýsingar á vínflöskum. Farið er yfir grunnþætti í vínsmökkun og pörun víns með mat. Á námskeiðinu smökkum við vínið Montes Alpha Cardonnay.
Námskeiði er kennt á ensku og í fjarnámi. Þátttakendur mæta með vínið, vínglas, hvítt blað eða hvíta servettu og spýttubakka.
Manuel Schembri kennir námskeiðið en það kostar aðeins 1.500 krónur fyrir meðlimi IÐUNNAR. Það er tveir tímar að lengd.
Nánari upplýsingar má fá hér.