Atkvæðagreiðslu um kjarasamning MATVÍS-SA lauk kl. 12 á hádegi í dag. Niðurstöður liggja því fyrir og eru eftirfarandi:
Á kjörskrá voru 1.682,
atkvæði greiddu 476 eða 28,30%
Já sögðu 374 eða 78,6%
Nei sögðu 68 eða 14,3%
Tek ekki afstöðu 34 eða 7,1%
Samningurinn telst því samþykktur