Mathöllin Borg 29 var opnuð í vikunni, í Borgartúni 29. Níu veitingastaðir mynda mathöllina. Þar af eru sex nýir staðir. Veitingageirinn greinir frá þessu.
Nýju staðirnir heita Bál, La Masa, Natalía Pizzeria, Pronto Pasta, Svala Reykjavík og Umami. Einnig eru í mathöllinni matsölustaðirnir þekktu Hipstur og Yuzu. Að auki er innangengt á Wok on, sem er í næsta húsi.
Mathallir hafa verið að riðja sér til rúms á undanförnum árum, þar sem nokkrir veitingastaðir koma saman. Fyrir eru mathallir á Granda, Hlemmi og Höfða.
Á vefnum borg29.is má lesa nánar um veitingastaðina og skoða matseðla. Meðfylgjandi mynd er af þeim vef.