Ný námskeið á dagskrá

Nokkur spennandi námskeið fyrir veitingafólk eru á dagskrá IÐUNNAR fræðsluseturs á vorönn. Í það minnsta þrjú næstu námskeið, sem sjá má í töflunni hér að neðan, hafa ekki verið kennd áður. Þar er um að ræða n´ámskeið í vegan-réttum, námskeið um grænmetisrétti og loftlagsvænt mataræði.

Félagsmenn geta skráð sig á námskeiðin á vef IÐUNNAR og eru hvattir til að gera það tímanlega.