Öllum takmörkunum aflétt

Öllum takmörkunum vegna COVID-19 var aflétt á miðnætti á föstudag, bæði innanlands og á landamærum.

Miklar hömlur hafa verið á starfsemi veitingastaða og annarra í veitingageiranum undanfarin tvö ár. Þær eru nú að baki.

Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar hér á landi greindist seinasta dag febrúarmánaðar árið 2020, og því eru rétt tæp tvö ár síðan veiran byrjaði að hafa áhrif á allt samfélagið.

Engar fjöldatakmarkanir eru nú við lýði, engar reglur um nálægðarmörk og grímskylda hefur verið aflögð. Takmarkanir á hvers konar starfsemi hafa lagðar af, hvorki er skráningarskylda né takmarkanir á opnunartíma.